top of page
IMG_3424_edited_edited.jpg
IMG_7608cropresize.jpg

​Velkomin á vef Skramba!

Bestu félagar frá árinu 1992, 32 ár - Toppiði það!

24. mars 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Takk fyrir aðalfundinn í Hörpunni þann 11. apríl síðastliðinn. Á fundinum kom meðal annars fram að:

  • Fyrsta mót Skramba 2024 verður 23. maí, sennilega á Leirunni.

  • Hætt verður að nota GolfGameBook og tekin upp gömul aðferð að skrifa á skorkort. Skrambar eru vinsamlegast beðnir að fylla skortkortin skilmerkilega þ.e. með og án. forgjafar. Punktastaða sé færð, með og án, efst á skorkortið svo auðvelt sé að raða eftir skori.

  • Leikið verður alla fimmtudaga ef veður leifir. Helmingur leikinna móta telja og námundað upp ef heildarfjöldi móta er á oddatölu. 

  • Skor verða uppfært á nýjum vef sem Páll og co er að hanna.

  • Ákveðið að vera með aftur í GR mótinu, liðsstjórinn, Sverrir, sér um að skrá okkur.

  • Fimmtudagsmót í Öndverðarnesi verður fyrir Wiskí open – Grill um kvöldið (kvennagolf í boði)

  • Árgjald ákveðið 32.000 ÞÁ fór yfir kostnað á síðasta ári.

  • Trackman mót er til 2. Maí

  • Mögulega einn nýr félagi

 

Nokkrir félagar Skramba ætla að lengja ferðina í haust um 3 daga. Fara út þ. 3. september og koma heim 10. september. Þeir Skrambar sem ætla að bæta við 3 dögum verða að ganga frá auka gistingu við La Finca. þeir sem hafa hug á að lengja í ferðinni láta Kela vita.

Fundargerðina er að finna hér.

19. febrúar 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Komin er mynd á 32 ára afmælisferð félaga skramba og liggur leiðin á heimalsóðir nokkurra félaga Skramba, Alicante á spáni. Fyrirhugað er að leika á La Finca golfvellinum og gista þar á hótelinu dagana 6-10 september 2024.

Nánar um ferðina er að finna undir  flipanum 32 ára afmælisferð.

Vert er að minna á vetrarmótið og ítreka að menn hafa viku til að leika, geti þeir ekki mætt með félögunum á föstudögum. 

2. febrúar 2024 

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Fyrsta mót vetrarsins var í dag 2. febrúar 2024. Aðeins þrír voru mættir og afbókuðu ábyrgðamenn því þrjá herma.

Það var mjög svo skammur tími í kynningu á þessu og því ekki von á fjölda í þátttöku.

 

Örvæntið þó ekki kæru félagar Skramba, við höfum alla vikuna fram að næsta móti til þess að heimsækja þá í Golfhöllinni og ljúka okkar fyrsta hring. Honum þarf bara að vera lokið fyrir næsta föstudag 9. febrúar, 

Allir félagar Skramba fá boð um þáttöku í mótaröðinni með tölvupósti frá Trackman en Golfhöllin sér um að senda þann póst, vonandi ekki seinna en á morgun laugardag. 

Nánar um Vetrarskramba og staðsetningu Golfhallarinnar

31. janúar 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Gleðilegt ár, kæru félagar Skramba, og takk fyrir það liðna. Nú er vetrarstarfið hafið og er ætlunin að vera í golfhermum hjá Golhöllinn Granda þennan veturinn. Við fáum forbókaða fjóra herma frá kl. 17:00 - 20:00 þar til endan mars 2024.

Þeir munu setja upp mót fyrir okkur og við munum leika miðað við okkar Trackman forgjöf. 

Sverrir sendi í gærmorgun Teamfinder á ykkur fyrir næsta föstudag, 2. febrúar. Ef þið hafið ekki fengið það þá endilega hafið samband við Sverri.  

Nánar um Vetrarskramba og staðsetningu Golfhallarinnar

04.09.2023

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Nú styttist í ferðina okkar góðu og allt að verða klárt. Einn fálagi Skramba hafði það á orði að hann þyrfti að fá upplýsingar um það hvaða Skramba boli hann ætti svo hann gæti leitað og undirbúið sig sem best fyrir ferðina.

Aðrir eru með sérstakan stað í fataherberginu fyrir þennan fatnað eða jafnvel sérstakan fataskáp.

Á vefsvæðinu ,,More - Allskonar" er að finna myndir af ýmsum skrambafatnaði en buxur og stuttbuxur vantar.

4.09.2023

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson.

Við óskum nýkrýndum meisturum til hamingju með titlana stóru, líklega merkilegustu sigrar sem þeir hafa unnið hingað til. 

Snorri Ómarsson tók jakkann bláa og skal engan undra miðað við spilamennsku hans í sumar.

Haukurinn tók titilinn án forgjafar og Þorkell Diego er holumeistari.

Til hamingju félagar og hlökkum til að sjá ykkur verja þessa titla á komandi sumri.

Myndir hér til hliðar verða uppfærðar um leið og þær berast.

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Jæja kæru félagar Skramba, nú er lokamótið okkar á morgun laugardag og verður það í Grafarholtinu. Lokahófið verður með hefðbundnu sniði heima hjá Sverri að þessu sinni. Húsið opnar kl. 19:00 og matur borin fram kl. 20:30.

Staðan hefur verið uppfærð og aðeins búið að tefja það þar sem úrslitin eru ráðin.

Holukeppninni lauk í gær fimmtudag og munum við því krýna nýjan holumeistara í ár :-)

Einhverjir eiga eftir að standa skil á árgjöldunum sínum, kr. 31.000 og eru bankaupplýsingar að venju neðst á þessari síðu. Endilega gangið frá því strax svo mögulegt verði að klára árið með stæl. 

Hlökkum til að sjá ykkur, kveðja, ábyrgðamenn. 

10.08.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Þá er tólfta mót framundan hjá félögum Skramba og styttist í lokahófið þann 26. ágúst. Ekki er ljóst á hvaða velli við verðum en stefnt er á Grafarholtið. Veisluhöld lokamótsins verður heima hjá Sverri og Svölu í ár.

Í dag verður leikið á Korpu. Ábyrgðamenn nenna ekki að raða í holl en við sjáumst kl. 13:30 og finnum út úr þessu. Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagar.

Þriðju umferð holukeppninnar lauk þann 3ja ágúst síðastliðinn og eru Hjörtur og Þorkell Diego komnir í úrslit.

30.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Veðrið hefur verið að leika við okkur undanfarna daga og margir góðir golfdagar í júlí. Búið er að uppfæra stöðuna og má sjá að það eru ekki allir sem ná 7 móta viðmiði (sjö bestu) þegar þrjú mót eru etir af 14 mótum (eitt féll þó niður vegna veðurs).

Holukeppnin hefur hinsvegar náð legnra en síðastliðin ár. Þriðju umferð átti þó að ljúka þann 27.7.2023. Úrslit hafa ekki borist en mótstjóri gaf frest til þriðjudags 1. ágúst.  

19.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. Búið er að stilla upp í holl á morgun 20.07.2023.

Þeir sem eiga eftir holukeppnina eru saman í holli. Munið að mæta tímannlega, þ.e. fyrir fyrir kl. 13:30.

ATH! Golfbox rástíminn gildir ekk

 

13:31

Ágúst Gests

Svanur

Snorri

Siggi Lú

 

13:40

Illugi

Leifur Kr

Sverrir Magnússon

Hjörtur Ingþórs

13:48

Sigurður Einars

Gústav Alfreðs

Haukur Gísla

Þorkell Ágústsson

13:57

Bragi Hilmars

Jón F. Ögmundss (Ingunn)

Hannes

Júlíus

14:05

Þorkell Diego

Páll A. Erlings

Jóhann Sveins

Árni Kvaran

14:22

Anton eða Sigurður

Pétur Guðmundsson

Ágúst í Parka

14.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Næsta Skrambamót verður í Grafarholtinu 20. júli en ekki Kiðjabergi eins og áætlað var. Munið eftir að skrá ykkur á Teamfinder sem sendur verður út á mánudag. Vonandi sjaum við sem flesta.

Kær kveðja, mótstjóri

ATH!!!!! Annarri umferð holukeppninnar á að vera lokið eftir tvær frestanir. Óskað er eftir úrslitum áður en teningum er kastað. 

04.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Eins og fram kom í tölvupósti til ykkar í gær (og á Hörpufundi) er fyrirhugað að taka þátt í karlamóti Whiskey Open í Öndverðarnesi á föstudag. Ræst verður út af öllum teigum (Shot-gun start) kl. 16:00. Fyrirkomulagið er punktakeppni m/fgj. og verðlaun í fljótandi formi. Við hvetjum félaga Skramba að skrá sig sem fyrst í þetta mót því hámarksfjöldi þátttakanda í mótinu er 76. Innifalið í mótsgjaldi er kvöldverður að móti loknu, nautasteik, bernaise og franskar.

Nýkrýndur meistari 1. flokks Öndverðarness, Illugi Örn Björnsson, ætlar að bjóða félögum á pallinn að móti loknu þar sem ískaldir kokteilar verða í hávegum.

03.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Næsta mót félaga Skramba er í Öndverðarnesinu á fimmtudag. Ábyrgðamenn minna á holukeppnina en frestur fyrir 2. umferð var framlengdur um viku og á að ljúka fyrir 6. júlí. 


01.07.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Staðan hefur verið uppfærð frá mótinu á Leirunni þann 29.06.2023.

26.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Eftir skráningu okkar í liðakeppni GR hefur okkur borist upplýsingar um leikreglur- og skipulag.

Allt um liðakeppninina er að finna í flipanum ,,Staðan"

24.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Á fimmtudag síðastliðinn var sjöunda mót Skramba haldið Í grafarhoætinu. Dálítill kuldi og smá úði lét félaga ekki trufla sig og skorið með ágætum hjá flestum. Þetta var fjölmennasta mót félaga Skamba til þessa á þessu tímabili og mættu samtals 19 félagar plús einn gestur. Úrslitin hafa verið uppfærð á vefsvæðinu undir flipanum ,,Staðan".

24.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Þegar fyrstu umferð holukeppninnar lauk höfðu sex úrslit borist og því kastað upp á tvo leiki. Úrslitin hafa verið uppfærð á holukeppnisskjalið og eru félagar hvattir til þess að hafa samband við sinn mótspilara og setja sig saman í holukeppnisleik fyrir næsta mót skramba.

Eins og fram hefur komið er ósk um að við stillum upp hollum þannig að þau séu með mismunandi hætti allt sumarið og félagar fái að leika við sem flesta. Það er erfitt ef holukeppnin ræður ávallt niðurröðun í holl. Kíkið á stöðu holukeppninnar

13.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Nú þegar fyrstu umferð holukeppninnar á að vera lokið eftir tvo daga, hafa engin úrslit borist mótstjóra.

Á fimmtudag erum við ekki að raða í holl eins og okkur sýnist þar sem við erum þátttakendur í móti á Kiðjaergi. Mögulegt er þó að einn holukeppnisleikur verði leikinn þar og einn áætlaður á morgun miðvikudag. Samkvæmt ákvörðun á Hörpufundi munum við varpa hlutkesti í þeim leikjum sem ekki hafa verið leiknir innan tímaramma.

Nú hefur veðrið ekki leikið við okkur og sumarið fór seint af stað. Meðal annars ekki mögulegt að leika síðasta fimmtudag. 

Ábyrgðamenn skramba funduðu í dag og ákváðu að gefa viku frest á fyrstu umferðinni og seinka umferð tvö einnig um viku.

Það eru því komnar tvær nýjar dagsetningar á holukeppnina þar sem fyrstu umferð skal ljúka í síðasta lagi fimmtudag 22. júní 2023 og annarri umferð skal ljúka eigi síðar en 6. júlí 2023. 

Kíkið á holukeppnina hér.

 

12.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. Á næsta fimmtudag hittumst við í Kiðjabergi og verðum þáttakendur í móti þar. Þar verður ræst út af öllum teigum samtímis kl. 15:00.

Gert er ráð fyrir að allir skrái sig sjálfir í mótið gegnum Golfbox.

12.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Félagar Skramba hafa verið í tökum undanfarið og hér á mynd

má sjá einn af okkar allra bestu mönnum við þann viðburð.

Fylgist með TV næsta sunnudag um kl. 19:00 :-)

08.06.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Veðrið hefur ekki verið að leika við okkur þessa dagana og í dag stóðst rigningaspáin aldrei þessu vant og fyrirhugaður völlur ekki í leikhæfu ástandi.

Tíu félagar voru þó skráðir til leiks en ábyrgðamenn ákváðu að fresta mótinu eða fella það jafnvel niður. 

bottom of page