top of page
AgustThorkellAgustG.jpg

30.05.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Braginn gerði sér lítið fyrir og vann síðasta mót í Leirublíðunni á Suðurnesjum síðastliðinn fimmtudag.

Svanur kom þar þétt á eftir, góður árangur hjá honum í sínu fyrsta formlega móti félaga Skramba og bjóðum við þá Hjört og Svan velkomna til leiks í sumar. 

Sumarið er þó ekki að fara sérastaklega vel af stað þetta árið hvað veður snertir en þetta fer að lagast.

Nú er fjórða móti félaga Skramba lokið og komin mynd á holukeppnina.

Regla holukeppnninnar er að fyrstu tvö mót ársins segja til um niðurröðun í keppnina (sjá nánar í fipanum ,,Staðan - Holukeppni"). 

Ábyrgðamenn hvetja félaga Skramba að ljúka sínum leik fyrir tilsettan tíma svo ekki komi að hlutkesti.

Kíkið annars á stöðuna í öllum mótum félaga Skramba í flipanum ,,Staðan".

20.05.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Staðan með- og án forgjafar er uppfærð á netinu eftir fyrstu þrjú mót tímabilsins og verið að raða í holukeppnina.

Vert er að minna á að félagar Skramba gangi vel frá skorkortum sínum, reikni bæði með og án og skrifi á kortið útreiknaða punkta á fyrri og seinni níu (með og án). Sé þetta ekki gert fara menn aftast í röðina við jafnt skor.

Engir útreikningar eru framkvæmdir í Selbrekkunni, aðeins eru slegnar inn í stöðuna þær upplýsingar sem liggja fyrir á viðkomandi korti.

Koma svo félagar Það er ekki að ástæðulausu sem þessir reitir eru forprentaðir á kortin :-)

 

Eins og fram kemur hér að neðan reyndum við að hvetja menn til þess að mæta tímanlega í Leiruna svo hægt væri að draga í holl. Þetta gerðum við símleiðis, á Hörpufndinum góða og hér á vefsvæðinu. Þetta er í takt við tillögu sem kom fram á síðasta Hörpufundi. Þetta tókst með herkjum og aðeins helmingur mættir tímanlega. Þá er það einnig hvimleitt þegar menn láta ekki vita um fjarveru.... skapar aukavinnu fyrir mótsjóra. 

17.05.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Búið er að taka frá fjögur holl fyrir morgunndaginn á Leirunni. 16 leikmenn eru skráðir til leiks og vilja ábyrgðamenn ítreka það að þótt þátttakendur séu skráðir á ákveðin rástíma þá gildir það ekki.

Við mætum allir ekki seinna en kl. 10:30 þar sem dregið verður í holl.

Staðan eftir fyrstu tvö mótin má sjá á flipanum Staðan. Fyrir akkúrat ári síðan kom fram hugmynd um að rótera mönnum svo þeir sömu séu ekki alltaf að leika saman. Þetta er aðeins hægt ef allir mæta vel fyrir fyrsta rástíma. Við reynum þetta á morgun - Hlökkum til að sjá ykkur - Frískandi veður :-). 

03.05.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Eins og ákveðið var á Hörpufundinum góða og fram hefur komið á þessu vefvæði undir flipanum 31 árs afmælsferð, var ákveðið að gefa frest til staðfestingar í ferðina góðu til 1. maí 2023.

Nú er fresturinn liðinn og gestum á kantinum því boðið að skrá sig með staðfestingargjaldi. Hámark í þessa ferð er 20 manns. Nánar má sjá hverjir hafa staðfest með því að greiða staðfestingargjaldið neðst í flipanum 31 árs afmælisferð.

17.03.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Hörpufundur var haldinn á tilsettum tíma eða þann 16. mars 2023 og var fundurinn vel sóttur eða 15 félagar. Tvö innlegg á fundinn höfðu verið send inn rafrænt og má sjá dagskrá fundarins hér.
 

Farið var yfir mótaskrá sumarsins og ekki gerðar athugasemdir við hana.
Niðurröðun í holl var rædd og er áhugi á að blanda mönnum betur saman líkt og áður. Til þess þurfa félagar að vera mættir tímanlega fyrir fyrsta rástíma líkt og þegar við vorum með forbókaða tím
a - Ekki er nóg að mætta rétt fyrir sinn skráða tíma.

 

Vefsvæðið var rætt og munaði minstu að vefstjóri missti starfið sitt þar sem vefurinn hefur ekki verið  uppfærður jafn vel og hratt sem aðrir miðlar. Vefstjóri lofaði að bæta sig og hlýnaði reyndar um hjartarætur þar sem nú er staðfest að félagar vilja nota þennan miðil.

 

Staða holukeppninnar var rædd og þurfa félagar heldur betur að taka sig á í að ljúka sínum leik á tilsettum tíma. Fundurinn ákvað að kasta tening á komandi leiktíð ef leik er ekki lokið á eftirfarandi dagsetningum:

1. umferð skal lokið fyrir 15. júní - teningum kastað á miðnætti 14/15 júní

2. umferð skal lokið fyrir 29. júní - teningum kastað á miðnætti 29/30 júní

3. umferð skal lokið fyrir 27. júlí - teningum kastað á miðnætti 2728 júlí

Úrslitaleik skal lokið fyrir 17. ágúst - teningum kastað á miðnætti 17/18 ágúst

Nýir félagar hafa sýnt áhuga og til umræðu var að uppfæra félagaskránna. Ákvað fundurinn að þeir sem ekki hafa mætt undanfarið eða ekki sinnt skyldum sínum um að tilkynna um fjarveru verða teknir af póstlista/félagalista og víkja fyrir áhugasömum. Vert er þó að nefna að einu sinni Skrambi ávalt Skrambi. Þrír félagar voru samþykktir inn og verður formlega tekið á móti þeim um mitt sumar. 

Farið var yfir smáatriði utanlandsferðarinnar og hafa upplýsingar um hana legið á vefsvæðinu frá því í febrúar. Formlega var hún kynnt með tölvupósti í byrjun mars. 20 sæti eru í boði og eftir fundinn eru 16 skráðir í ferðina. Á fundinum var kynnt sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær. Staðfestingargjald verður notað til þess að koma til móts við auka kostnað í reddingum þegar/ef einhver hættir við með stuttum fyrirvara. 

Félagsgjald var ákveðið kr. 31.000 og er það viðeigandi eða í takt við aldur félaga Skramba. 

07.03.2023

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Fyrirhugaður Hörpufundur verður hjá Jóni þann 16. mars næstkomandi kl. 17:00. Þar verður farið yfir liðna tíð og framhaldið rætt. Að sjáfsögðu slökvum við þorsta og svengd á einhverjum staðana sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða. 

31 árs afmælisferð er fyrirhuguð á gamalkunnan stað, Gernsheim við Frankfurt. Á flipanum 31 árs afmælisferð má sjá nánar um ferðina, nú eða bara að smella hér. 

22.11.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Þá er Vetrarskrambi að hefja sinn gang og fyrsta mót vetrarins haldið á föstudag eða þann 19. nóvember síðastliðinn. Við hittumst í Garðabænum að venju en söknðum þó tveggja félaga, Ágúst Friðgeirss. og Hannes Björnss. vegna veikinda og slyss. Við höfum hugann hjá þeim og sendum þeim okkar bestu bataóskir.

Næsta mót er áætlað 10. desember og höfum við þann háttin á að við skráum okkur til þátttöku á teamfinder. Teamfinder verður sendur út á mánudeginum 6. desember og þegar þáttaka er ljós munum við senda út Trackman boð í mótið (líkelgast deginum fyrr). Trackman boðið verður sent á þá sem hafa skráð sig til leiks í teamfinder. 

Þeir sem ekki hafa sett upp Trackman á símann sinn eða í tölvuna sína eru beðnir að gera það fyrir mótið.

22.8.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Skrambinn sjálfur gerði sér lítið fyrir og varði Skramba titilinn árið 2021. Við óskum virðulegum Skramba Ágústi Þór Gestssyni til hamingju með titilinn. Páll Erlingsson varð meistari án forgjafar árið 2021 og óskum við honum einnig til hamingju með titlilinn. Holukeppnin kláraðist ekki fyrir lokamótið sem haldið var óvenju snemma þetta árið og munu síðustu leikirnir vera leiknir í Þýskalandi.... ekkert slor það. 

19.8.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Nú er lokamótið næst á dagskrá en á laugardaginn næstkomandi, 21. ágúst, eigum við fyrsta rástíma kl. 11:00 í Ecco móti á Hvaleyrinni. Endilega mætið tímanalega kæru félagar Skramba. Lokahófið er svo í Selbrekku 9 í Kópavogi og verður húsið opnað kl. 18:00 og maturinn bókaður kl. 19:30 (Grillvagninnn).

Töluverð spenna er án forgjafar og eru nokkrir sem koma til greina þar. Minni spenna er í Skrambatitlinum og holukeppninni er aðeins aftarlega á merinni. 

 

19.8.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Góða mæting í Korpuna síðasta fimmtudag og allir í stuði. Snorri var þó í mesta stuðinu með 38 punkta, Árni í næst mesta stuðinu með 37 punkta og Siggi Alla í þriðja mesta stuðinu með 36 punkta. Athyglisvert er að Siggi Alla var aðeins með einum punkti verra án forgjafar þ.e. 35 punkta. Illugi var í fyrsta holli og var það gert til að halda honum rólegum enda sáum við hann aldrei þeir sem voru í hollinu á eftir, „speed golf“ hvað? 

10.8.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Nú fer að líða að lokamóti Skramba og verður sérstakur Temafinder serndur út til þess að kanna þátttöku í það mót og vert að hnykkja á að verið er að leita eftir bæði fjölda í golfið sjálft ásamt fjölda í lokahófið. Fyrirhugað er að taka þátt í opnu móti á lokamótsdegi. 

 

10.8.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Flottur fimmtudagur hjá Skrömbum uppá Skaga þann 5. ágúst síðastl. Átta Skrambar mættu í góðu veðri. Árni Kvaran bestur með 38 punkta, Skrambinn sjálfur, Ágúst Þór, með 34 og Arnar með 33 punkta. Næstsíðasta mót til Skrambatitils er í Korpunni þann 12 ágúst. Búið er að yuppfæra stöðuna og þurfa nokkrir að gefa í varðandi holukeppnina. 

26.7.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Alveg hreint frábær helgi að baki hjá félögum Skramba í Öndverðarnesinu, heimaslóðir Skrambans sjálfs. Flott mæting var í níunda Skrambamót ársins og passleg mæting í gleðina á laugardeginum :-).

Smávægilegur úði var á okkur föstudeginum en menn voru að spila vel, Ágúst Þór með 37 punkta, vel gert, Jóhann Sveins með 36 og Leifur „Spánarfari“ með 35 punkta.

Skrambinn sjálfur kom með góða spurningu til okkar allra að hugsa um „Nú verðum við 30 ára á næsta ári, hvað gerum við þá? Til skoðunar er að fara á St Andrews í 6 daga. Dagana fyrir Alfred Dunhill Links Championship sem er í lok september 2022.

Okkar tengiliður í Skotlandi er byrjaður að vinna að þessu verkefni, góður vinur Jóhanns Gunnars Stefánssonar sem þekkir þetta svæði einnig einstaklega vel og fengu þeir Sverrir og Jóhann það verkefni að skoða þetta dæmi betur. 

Skin Game og liðakeppni var svo á laugardeginum í betra veðri og geggjaður matur, brandarar og að ógleymdum Gettoblaster sem fékk að finna fyrir því um kvöldið og laðaði meðal annars til sín golfspilara vallarins..... frábær helgi í alla staði, takk fyrir okkur .

22.7.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Ákveðið var að færa Skrambamótið sem átti að vera í dag fimmtudag 22. júlí í Borgarnesi yfir í Öndverðarnes á morgun föstudag þar sem Postularnir geta ekki mætt okkur. 

 

Á laugardag verður annað mót félaga skramba sem gildir þó ekki til titils. Það verður skin game og eitthvað fleira.... Að loknu móti á laugardag munum við snæða saman og haffa gaman :-)

Sverrir sér um skráningu í mótin á morgun föstudag og á laugardag og þarf einnig að vita hverjir ætla ekki að borða með okkur á laugardagskvöld (vegna matarinnkaupa).  

Kveðja ábyrgðarmenn

22.7.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Stemmning hjá Skrömbum í Brautarholtinu í síðustu viku var með hefðbundnum hætti, fimmaurabrandarar og „xxx“ á ströndinni sem gerðu daginn enn skemmtilegri. Ágúst Þór, Skrambinn sjálfur, var enn og aftur í stuði með 36 punkta, Sverrir með 35 og Gústav með 34. Siggi Alla bestur án forgjafar með 28 punkta. Þýskalandsvferðin (23 – 27 september) rædd og mikill hugur í mönnum. Næsta mót er á Korpunni.

2.7.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. 

Aðstæður í Grafarholtinu voru eins og best verður á kosið í gær og gærkveldi. Skráningareglur GR gera það að verkum að við þurfum að fara út á mismunandi tímum og hefur það verið heimilað þetta árið. Við erum sveigjanlegir og aðlögum okkur að öllu að venju og þótt það sé mun skemmtilegra þegar við erum allir saman á sama tíma þá virðist þetta lukkast vel. Ávallt eru kostir og gallar með öllum kerfum en við kjósum frekar að skoða kostina :-)

Júlíus stefnir á atvinnumennsku í golfi, mun skemmtilega en að vera í sölumennsku, og var með 40 punkta, takk fyrir. Snorri á 35 punktum sem skiluðu sér seint um kvöldið og Lefur einnig á 35 punktum, Snorri betri á seinni 9 holunum.

Kveðja ábyrgðarmenn

29.5.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson. Nú höfum við fengið úthlutun frá GR og hefur mótaskráin verið uppfærð. Úrslit fyrstu móta, með og án forgjafar, er komin undir flipann ,,Staðan" og þáttökuréttur í holukeppninni hefur verið birtur.

 

Vert er að minna á að við erum með lokamótið í ágúst að þessu sinni og er það tilraun sem gerð er til þess að auka líkur á því að hafa lokamótið í heitari loftmassa og gefa þannig kampavíninu skemtilegri áferð. 

 

Við áætlum opnunarmót fyrir árið 2022 í Grafarholtinu þann 26. ágúst 2021, takið þennan dag frá því við áætlum að borða saman og gera okkur glaðan dag að leik loknum á þessum merku tímamótum. Í semptember eru svo áætluð þrjú mót áður en við förum í Þýskalandferðina. Þá er Ryder mótið í Öndverðarnesinu seinni hluta júlí og er dagskáin að venju metnaðarfull. Félagar Skramba eru því með 19 viðburði á árinu 2021, sannkölluð veisla. Sjá nánar í flipanum um mótaskrá.

29.5.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson.

Ábyrgðarmenn stóðu frammi fyrir 3. kostum að hætta við Skrambamót númer 2, spila í Þorlákshöfn í 15 metrum eða færa það í Kiðjaberg. Kostur númer 3 var valinn að færa mótið í Kiðjaberg. Siggi Alla í þriðja sæti með 32 punkta. Jafnir á 36 punktum voru Illugi og Sverrir og var Sverrir með 21 á seinni en Illugi 14 á seinni. Hvasst var seinast klukkutímann. Siggi Alla var bestur án forgjafar.

Kveðja ábyrgðarmenn

28.4.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Mótaskrá Skramba er komin á vefsvæðið okkar undir flipanum mótaskrá. Þar er þó aðeins að finna dagsetningar en ekki vallaráætlun. Það verður uppfært þegar það skýrist. 

28.4.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Já og Arnar Hilmarsson.... Arnar er Vetrarskrambi veturinn 20/21. Til hamingju með sigurinn Arnar. Alveg hreint ágætis vetur og ljóst að við stefnum á þetta aftur næsta vetur. 

 

12.4.2021

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Á föstudag næstkomandi er lokamót vetrargolf Skramba. Mótið hefst tímanlega kl. 16:00 og er til 19:00. Að móti loknu verður aðalfundur Skramba í veitingasal GKG. 

16.12.2020 

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Mótstjóra Skramba barst erindi í dag frá GKG þar sem horfið hefur verið frá almennu aðgengi að hermunum hjá þeim á meðan COVID-19 neyðarástandi varir. Við verðum því að bíða átekta og glaðningurinn frá 14. desember hér að neðan fellur því úr gildi.

14.12.2020 

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Á föstudag 18. desember eigum við tíma kl. 16:00 - 19:00 í GKG. Búið er að endurnýja húsnæðið og er það hið glæsinlegasta. Samkomureglur gera okkur kleift að spila tveir og tveir saman og er grímuskylda. Búið er að senda út Teamfinder vegna þessa og hlakka félagar Skramba til þess að kíkja þangað og sveifla kylfum.  

10.10.2020 

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson 

Vetrarskrambi - Í framhaldi af lokamótinu okkar var ákveðið að setja af stað Vetrarskramba í Garðabænum og er fyrsta mót vetraarins á föstudegi þann 23. október næstkomandi eða eftir tvær vikur. Það er þó háð COVID-19 reglum og mun Teamfinder verða ssendur út að morgni þriðjudags 20. október (kl. 09:00). 
Við höfum bara pláss fyrir 16 í fyrsta mótið og fyrstur kemur fyrstur fær miðað við skráningu í Teamfinder. Við vonumst svo til þess að bæta við ef þátttakan verður góð í þessu. Kíkið á flipann mótaskrá varðandi dagsetningu móta í vetur. 

26.9.2020

Virðulegur Skrambi Ágúst Þór Gestsson

Félagar Skramba óska nýkrýndum Skramba Ágústi Þór Gestssyni til hamingju með titilinn. Hann var reyndar búin að landa þessu fyrir lokamótið og því nokkuð létt yfir mönnum á lokadegi. Lokamótið tókst vel um síðustu helgi og félagar með eindæmum heppnir með veður.  

Vetrarskrambi

Upp hefur komið hugmynd um vetrarskramba og stefna ábyrgðamenn á að setja upp mótaröð í vetur þar sem keppt verður um titilinn Vetrarskrambi 2021. Ábyrgðamenn eru að fínstilla þetta áður en þetta verður kynnt nánar en búið er að fjárfesta í bikarnum :-).

 

Lokamótið í ágúst 2021

Þá hefur einnig komið upp sú hugmynd að hafa lokamótið um miðjan ágúst á næsta ári  eða þann 14. ágúst, halda þó áfram með nokkur fimmtudagsmót eftir það sem væri þá byrjunin á titli fyrir þarnæsta ár.  Með þessu eru meiri líkur á heppilegra veðri og umgjörðin um lokamótið gæti orðið skemmtilegri. Ábyrgðamenn eru einnig að fínstilla þetta og áætla að blása til fjarfundar til frekari ráðabruggs. 

ps. við getum víst ekki neitað þessari hugmynd þar sem nafnið á lokamótsmánuðinum er það sama og nafn Skrambans .....

19.9.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Þá eru úrslitin kunn

19.9.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Til hamingju með daginn kæru félagar. Nú er lokadagur Skramba 2020 runninn upp og tími til að gera sér glaðan dag. Við hittumst í Garðabæ í dag þar sem við hefjum leik kl. 14:00 og klæðum okkur eftir veðri. Höldum okkur í þessum ágæta bæ frameftir kvöldi og fögnum saman hjá Sverri og Svölu að sið félaga Skramba Kl. 19:30 að Hæðarbyggð 28.  

01.9.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Búið er að senda út Teamfinder, en enn og aftur eru það einhverjir sem ekki fá tölvupóst til skráningar. Hér að neðan er því einnig skráning í mótið á fimmtudag: 

 

http://teamfinder.org/games/094e54f3e3f831f0e4b3

01.9.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Góð mæting hjá Skrömbum í Grafarholtinu á fimmtudag og stuð á mönnum þar sem fimmaurabrandarar flugu sem óð fluga. Það má einnig orðað það svo með sigurvegarann, hann Leif, sem var með 40 punkta staðarhaldarinn í Öndverðarnes með 37 punkta, Júlíus í því þriðja einnig með 37 punkta en lakari á seinni. Þrír Skrambar voru með 36 punkta sem hefði sennilega dugað til sigurs fyrr í sumar.

26.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Teamfinder var sendur út seinna en vanalega þar sem ekki var ljóst hvort við fengjum að spila í Grafarholtinu á fimmtudag. Nú í morgun var það staðfest og við munum því leika í Grafarholtinu á morgun og verðum við klárir þar kl. 14:00.

Endilega gefið ykkur tíma á morgun eftir golf því við áætlum að borða saman félagarnir. 

Fyrir þá sem ekki hafa fengið tölvupóst frá Teamfinder fylgir linkurinn hér:

http://teamfinder.org/games/cf724a08e25fad0e2564

17.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Borgarnes - Borgarnes - Borgarnes 

Við eigum fyrsta rástíma kl. 13:20 á fimmtudeginum 20. ágúst og höfum frátekin holl fyrir þau sem hafa staðfest mætingu. Ef einhver hefur enn áhuga á að mæta er gott að vita af því sem fyrst en það eykur líkur á að við getum ræst út slitlaust.

 

Ekki er víst að við getum fengið herbergi áður en við förum af stað í golfið en þau sem hafa verið þarna áður þekkja það að við fáum herbergi ef þau eru tilbúin.

 

Við snæðum saman að kvöldi fimmtudags þann 20. ágúst og gistum í framhaldi, þ.e. nóttina fim/fös. Þá höfum við vonandi möguleika á að spila einnig á föstudegi en við þurfum að skrá okkur sjálf með hefðbundinni skráningu í það golf.

16.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Borgarnes .... - Nýjar upplýsingar ! - Við erum komnir aftur með leikdaginn yfir á fimmtudag 20. ágúst.

Okkur hefur borist þær upplysingar að fimmtudagurinn er laus fyrir okkur og munum við því færa okkur aftur yfir á þann dag. Haft var samband við alla sem höfðu skráð sig og var það samþykkt. Búið er að hafa samband við hótelið og þeir sem áttu herbergi hafa verið færðir yfir á fimmtudag. Ef þetta breytir einhverju fyrir aðra þá er um að gera að fara að bóka sig á hótelið.

 

Vert að hnykkja á að sú hugmynd er uppi að ef betri helmingurinn er ekki að spila er upplagt að kíkja í Kraumu og njóta lífsins, https://www.krauma.is/ , en aðrar hugmyndir eru t.d. hellirinn Víðgelmir í landi Fljótstungu ef fólk hefur gaman af náttúruskoðun. Þá er einnig hægt að ganga á Grábrók á Bifröst eða áleiðis upp Hafnarfjall. Ef einhver vill komast í dekur er hún Margrét Ástrós Helgadóttir með nudd, nuddstóla, nuddstígvél og eitthvað meira. Hún er staðsett hér í Borgarnesi og þurfa þeir sem hafa áhuga að setja sig í samband við hana.​

10.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Teafinder skráning í Skrambamót nr 10. Korpan á fimmtudag. Smellið á linkinn hér fyrir neðan.

 

 

9.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Búið að uppfæra stöðuna - Teamfinder verður sendur út á morgun mánudag, annarsvegar vegna næsta móts í Korpunni og hinsvegar til þess að kanna þátttöku í Borgarnes. 

3.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Vert er að hnykkja á Borgarnesinu góða þann 19. ágúst og um að gera að fara að bóka sig á hótelið fyrir þá sem ekki eru þegar búnir að gera það. Komið hefur upp sú hugmynd að ef betri helmingurinn er ekki að spila er upplagt að kíkja í Kraumu og njóta lífsins, https://www.krauma.is/ , en aðrar hugmyndir eru að sjálfsögðu vel þegnar. Mótstjóri mun fljótlega senda okkur Teamfinder til þess að kanna fjölda. 

3.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Búið er að senda út skráningu fyrir næstamót. Komið hefur fyrir að félagar séu ekki að fá tölvupóstinn sem sendur er út en linkurinn fyrir 9. mót sumarsins er hjér fyrir neðan.

  • Móti lokið

3.8.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Gott veður í Grafaholtinu síðasta fimmtudag. Góð mæting þar sem átján félagar mættu og Skrambar voru á boltanum. Gústav, Ágúst, Páll og Þorkell Ágústs með 38 punkta. Gútav með besta skor á seinni níu, Ágúst Gests í öðru sæti og Páll í því þriðja. Páll bestur án forgjafar með 32 punkta. Komið að fjórðungs úrslitum í holukeppninni, kíkið á stöðuna. 

23.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Nú eru línur að skýrast varðandi Ryder keppnina nú um helgina og ekki seinna vænna. Fyrirkomulag verður með sama sniði og á síðasta ári, þ.e. 9 holur á föstudegi og 18 holur á laugardegi. Ræst verður út kl. 19:00 á föstudegi og kl. 10:00 á laugardegi. Við fáum okkur snarl í skálanum eftir báða hringina og svo er gott kvöld með sama sniði og í fyrra. Drykkir eru á ábyrgð hvers og eins en húsráðendur hafa keypt inn veislumatinn.

Skrambinn sjálfur er að sjálfsögðu liðstjórinn okkar og eru samtals 16 félagar að taka þátt í mótinu.

Þeir félagar Skramba sem tilkynnt sig inn eru: Þorkell Ágústsson, Ásgeir Sigurðsson, Illugi Björnsson, Jón F. Ögmundsson, Sverrir S. Magnússon, Páll Arnar Erlingsson, Snorri Ómarsson, Gústav Alfreðsson, Arnar Hilmarsson, Ágúst Þór Gestsson, Hannes Björnsson, Jóhann Sveinsson, Ágúst Friðgeirsson, Sigurður Einar Einarsson, Gísli Björgvinsson og Sigurður Aðalsteinsson.

Þá ætla átta konur félaga Skramba að leika á vellinum en fyrsti rástími þeirra er kl. 17:30 á föstudegi og kl. 09:20 á laugardegi. Þær sem hafa tilkynnt sig inn eru: Ingunn Sigurðardóttir, Gabriela Elisabeth Pitterl, Fanný M Ágúsdóttir, Kristín Valsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Lilja Víglundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Nanna Hreinsdóttir

21.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Ábirgðamönnum Skramba barst póstur frá GR þess eðlis að búið væri að fella niður mótið okkar á fimmtudeginum 20 ágúst vegna ásóknar á völlinn í Borgarnesi og þar með myndi hjónahittingurinn falla út.
Hótel Hamar bauðst hinsvegar til þess að færa tilboðið okkar yfir á miðvikudag 19. ágúst og hjónahittingurinn því færður yfir á þann dag.

Fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér herbergi er best að gera það sem fyrst. Til þess að tryggja sér herbergi þarf hver og einn að hringja í Hamar (433 6600) og staðfesta bókun með því að gefa upp greiðslukortanúmer. 

 

8.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Nú hefur fyrstu umferð verið lokið í holukeppninni og um að gera að vinda sér í þá næstu. Ekki hika við að hóa í félaga og taka holukeppni utan hefðbundinna Skrambamóta. Smellið hér til að sjá uppfærða stöðun í holukeppninni.

7.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Nú hefur tölvupóstur verið sendur út til félaga með fyrirspurn um áhuga á Ryderkeppninni í Öndverðarnesi dagana 24-25 júlí næstkomandi. Endilega svarið póstinum sem fyrst til þess að einfalda undirbúning. Það hjálpar til að hafa rétta mynd af fjöldanum. 

6.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Holukeppnin mjakast áfram, enn á þó eftir að ljúka einum leik fyrstu umferðar. Miðað er við að fyrstu umferð skuli ljúka í júní. Smellið hér til að sjá stöðuna í holukeppninni.

4.7.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Leifur er sigurvegari vikunnar, vann skramba mót. nr. 6 og Gútav í holukeppni. Leifur fékk 35 punkta. Ágúst Þór var reyndar einnig með 35 punkta eftir seinni átján þann daginn (en þó ekki samtals úr báðum). Hörku spennandi dagur en Leifur fékk fugl á átjándu sem tryggði honum sigurinn. Geggjað veður þennan dag og að sjálfsögðu allt ábyrgðarmönnum að þakka því þeir völdu daginn.

Gústi Alfreðs er á toppnum eftir fyrstu 6 mót sumarsins með 42 stig, Ágúst Þór með 38 stig og Skrambinn sjálfur fylgir fast á eftir með 36. Það er því hörku spenna í stöðunni um Skrambatitilinn 2020. Smelltu hér til að sjá stöðuna.

Sjáumst hressir þ. 16. Í Korpunni. Kveðja ábyrgðarmenn

27.6.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson

Hamarsvöllur í Borgarnesi var vettvangur Skramba fimmtudaginn 24. Júní. Sigurvegari dagsins var Árni Kvaran með 39 punkta, vel gert Árni. Í öðru sæti var Ágúst Gests með 35 punkta og Sigurður Aðalsteinsson í því þriðja með 33 punkta. Topp veður og völlurinn góður. Framhalds mót með nokkrum Skrömbum fer fram á sunnudag til þriðjudags í upprifjun á 60 ára afmæli Leifs Kristjáns.

Þrír leikir kláruðust í holukeppninni þar sem Sverrrir vann Leif, Siggi Alla vann Snorra og Skrambinn sjálfur hann Jóhann, vann Illuga.

Kveðja ábyrgðarmenn

24.6.2020 Hr. Skrambi Jóhann Sveinsson.

Ágúst Friðgeirsson er sigurvegari vikunnar því hann kann að halda mót og góða veislu, takk Ágúst fyrir góðar móttökur og skemmtun. Hinn sigurvegari dagsins hjá Skrömbum í Kiðjaberginu þann 18.6.2020 var Gústav Alfreðsson með 34 punkta, í öðru sæti var Ágúst Þór með 33 punkta og í þriðja sæti var Skrambinn sjálfur, Jóhann Sveinsson, með 31 punkt. Skrambinn var á sama skori og Sigurður Einarsson en var 2 punktum betri á seinni níu. Enn og aftur takk kærlega fyrir okkur Ágúst. Sjáumst allir hressir í Borgarnesi 25. júní.

 

ps. mögulegt er að betri helmingur geti nýtt sér holl ef ekki fyllist í þau fimm sem við höfum frátekin. Kíkið á Teamfinder reglulega til þess að sjá stöðuna á skráningu og verið í sambandi við Sverri ef áhugi er á að nýta lausa rástíma. Það þarf þó að gerast með einhverjum fyrirvara því Sverrir lætur klúbbana yfirleitt vita um þátttöku okkar í lok dags fyrir mótsdag (oftast í lok miðvikudags). Á stundum á hann það þó til að fresta því þar til snemma að morgni á mótsdegi.

Kveðja ábyrgðarmenn

18.6.2020

Nú hittumst við í hinu árlega boðsmóti Gústa Friðgeirs í Öndverðarnesinu, glæsilegt mót að vanda og öll umgjörð til fyrirmyndar. Rétt að hnykkja á því að betri helmingurinn er velkominn í mótið (eins og fram kom á Teamfinder). 

2.6.2020 Virðulegur Skrambi Jóhann Sveinsson

Munið að taka tvo daga frá í mótið á Öndverðarnesi 24-25 júlí. Glöggur félagi Skramba minnti á að í mótaskránni var aðeins getið um þann 25. júlí. Mótaskráin hefur nú verið uppfærð með tilliti til  þessa.

 

19. 5.2020 Virðulegur Skrambi Jóhann Sveinsson

GR hefur ákveðið að skrá hópana inn með nafni hóps á þá rástíma sem við eigum forbókað í sumar, þetta einfaldar alla vinnu við skráningu og einnig getum við raðað hollunum í samræmi við þá sem mæta hverju sinni. Einhverjir ykkar hafa fengið meldingar um skráningu og svo aftur afskráningu í rástíma og er það vegna þess að ákveðið var að gera þessa breytingu á skráningunni (þ.e. úr einstaklingum og í nafn hópsins).

16.5.2020

Virðulegur Skrambi Jóhann Sveinsson, nú hefur mótaskráin verið uppfærð.

5.5.2020

Cinco de Mayo. Virðulegum Skramba Jóhanni Sveinssyni voru að berast eftirfarandi skilaboð frá GR.

 

Vegna fjölda umsókna um hópaskráningu núna í ár þá hefur verið ákveðið að hverfa aftur til fyrra horfs, þ.e. að leika tvo hringi á heimavöllum og tvo á vinavöllum en ekki halda okkur við einn vinavöll líkt og gert var á síðasta ári. Þeir vinavellir sem verða leiknir eru: Garðavöllur Akranesi og Hamarsvöllur í Borgarnesi og verður leikfyrirkomulagið þá með þessum hætti:

 

  • Korpa

  • Akranes

  • Grafarholt

  • Borgarnes

 

GR er að ljúka við niðurröðun á vellina og verður leikskipulag væntanlega sent út í næstu viku. Ekki er reiknað með að hópar hefji leik fyrr en í fyrsta lagi vikuna 18-22. maí en nánari upplýsingar verða sendar út með leikskipulagi. 

1.5.2020

Virðulegur Skrambi Jóhann Sveinsson og aðrir Skrambar.

Nú styttist í að tímabilið hjá Skrambanum hefjist. Ábyrgðarmenn Skramba hafa hist á fjarfundum í apríl til þess að undirbúa tímabilið 2020. Á mánudaginn verður sendur út teamfinder fyrir fyrsta mót sem verður laugardaginn 9. maí. Á þessu vefsvæði Skramba er skilaboða skjóða undir flipanum Allsonar, vinsamlegast sendið skilaboð ef þörf er á og það fer til ábyrgðamanna.

Ég, Sverrir, skráði alla Skramba sem golf vini á golfbox.is og þætti vænt um að fá samþyki. Ég hvet einnig sem flesta að gerða slíkt hið sama, þ.e. að skrá Skrambana sem golf vini á golfbox.  

Sumarkveðjur Skramba

16.9.2019

Virðulegur Skrambi, Jóhann Sveinsson. 

Það eru einungis hetjur sem fara út í þann veðurham sem var á laugardaginn 14. september. Ágúst Friðgersson kom úr rigningunni á Spáni og barðist við veðrið á Íslandi og sigraði með 29 punkta, Jóhann Sveinsson með 27 punkta og Illugi Björnsson einnig með 27 í þriðja sæti. Haukur Gíslason er bestur í golfi þetta sumarið því hann vann án forgjafar.

 

Annáll 2019

  • Þetta er sumarið sem sólin skein.

  • Þetta e sumarið sem Leifur varð sextugur

  • Þetta er sumarið sem Gústav Alfreðsson tók fram dansskóna

  • Þetta er sumarið sem Skrambarnir töpuðu fyrir Postulunum

  • Þetta er sumarið sem gettoblasterinn glumdi í fjöllunum fyrir austann

  • Þetta er sumarið sem brandararnir hans Jóns Ögmunds urðu beittari

  • Þetta er sumarið sem brosið fór ekki af Þorkeli Ágústssyni

  • Þetta er sumarið sem Illugi varð reiður en glaður strax á eftir

  • Þetta er sumarið sem Illugi, Ágúst Þór og Sverrir báru út Kópavogspóstinn

 

Sæll Skrambi Ásgeir Sigurðsson.  

Lokamótið fór frma á Grafarholtsvelli við topp aðstæður. Völlurinn frábær og veðrið einnig. Jóhann Sveins hafði sigur á 34 punktum Ágúst Gestsson einnig á 34pt og Gústav Alfreða með 33pt ásamt nokkrum öðrum. Ásgeir er Skrambinn árið 2018, Gústav Alfreða holumeistari og Lórenz hafði Leif í keppninni án forgjafar. Þakka fyrir skemmtilegt ár. Sjáumst í mars/apríl við skipulagningu ársins 2019. Lokahófið var um kvöldið í Grafarholtinu og skemmtu Skrambar og betri helmingurinn sér fram eftir kvöldi. Barinn kláraður og brandarar fuku.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir kæru Skrambar.  Næst seinasta mótið var leikið á Korpunni í roki. Gústav Alfreds í stuði með 36. pt, Þorkell Ágústsson með 34pt og Jóhann Sveins með 33pt. Aðrir með minna eins og gengur. Þeir fóstbræður Leifur og Gústav leika á morgun til úrslita í Holukeppninni. Sjáumst hressir í Grafarholtinu á morgun.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir kæru Skrambar. Lokamótið er í Grafarholtinu á laugardaginn 8. september. Fyrsti rástími kl. 13:30. Lokahófið verður í klúbbhúsinu í Grafarholti kl. 20:00. Munið eftir vinningum fyrir spilamennskuna á laugardaginn. Gott væri að hver og einn kæmi með 2 vinninga eða fleiri og afhendi þá fyrir rástímann á laugardaginn.

Kveðja Stjórnin

 

Brandari dagsins
An ardent golfer dies and finds himself at the pearly gates. St. Peter tells the man he has lived an exemplary life and he can go right in.
The man asks, “St. Peter, where is the golf course?”
“I’m terribly sorry,” replies St. Peter, “but that’s one thing we don’t have here.”
The man turns and decides that he will see if the situation is any better in hell. On the road to hell, he is greeted by the devil who has already heard of the golfer’s rejection of heaven.
“This way, sir,” says the devil, “the finest tournament-quality 18 holes you are likely to find this side of Augusta, Georgia.”

The golfer looks around and agrees that it is the finest course he has ever seen and decides he’d rather spend eternity there than in heaven, so he signs up for the full package.
“So,” he says to the devil, “why don’t you go get me some clubs and balls and I’ll have the game I love for the rest of my afterlife.”
“I’m sorry, sir, we don’t have any,” the devil responds.
“What?” says the man. “No balls or clubs for a fine course like this?”
“No, sir,” says the devil fiendishly, “that’s the hell of it.”

 

Sælir kæru Skrambar. Þrátt fyrir slæma spá seinnipart fimmtudags 30. ágúst mættu 17 Skrambar, 16 kláruðu. Þorkell Ágústsson var ræstur út í vinnu, sem betur fer ekki alvarlegt. Keli var á parinu eftir 4 holur aldrei að vita hvað gerst hefði ef...... Eins og Robin Williams segir í „Good morning Vietnam“ It´s damn hot og það er Ásgeir Sigurðsson um þessar mundir því enn vann hann nú á 32pt. Pípararnir geðþekku í 2. til 3. sæti Ágúst Gests 31pt og Leifur 30pt aðrir minna. 

 

Brandari dagsins
The room was full of pregnant women and their partners, and the Lamaze class was in full swing. The instructor was teaching the women how to breathe properly, along with informing the men how to give the necessary assurances at this stage of the plan.
The teacher then announced, “Ladies, exercise is good for you. Walking is especially beneficial. And, gentlemen, it wouldn’t hurt you to take the time to go walking with your partner!”
The room really got quiet.
Finally, a man in the middle of the group raised his hand. “Yes?” replied the teacher. “Is it all right if she carries a golf bag while we walk?”

 

Sælir kæru Skrambar. Eftir mikla yfirlegu og pælingar hefur stjórnin ákveðið að hafa lokahófið 8. september en ekki þ. 22. september. Beðist er velvirðingar á frumhlaupinu í seinustu viku varðandi færsluna. Kv Stjórnin

 

Brandari dagsins
A young couple got married, and the bride asked her groom if she could have a dresser drawer of her own that he would never open.
The groom agreed.
After 30 years of marriage, the man noticed one day that the drawer had been left ajar. He peeked in and saw three golf balls and $6,000.
He confronted his wife with his findings and asked for an explanation.
“Every time I was unfaithful to you, I put a golf ball in the drawer,” she said.
He figures three times in 30 years isn’t bad, she must have had her reasons, but what about the $6,000?
“Whenever I got to a dozen golf balls,” she said, “I sold ’em!”

 

Sælir kæru Skrambar. Heitasti kylfingurinn er Ásgeir Sigurðsson vann seinasta Skrambamót á 32 punktum. Leikið var á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ við topp aðstæður. Snorri var í öðru sæti á 30pt og Ágúst Þór á 29pt Leifur var einnig á 29pt en lakari á seinni níu. Síðan komu 6 Skrambar á 26 punktum. Ákveðið hefur verið að hafa lokahófið 22. september í stað 8. september staður ákveðin seinna. Fararstjórinn, Snorri, hefur ákveðið að fara með Skrambana aftur af því að seinasta ferð var frábær.Vinsamlegast smellið á linkinn hér við hliðina til þess að fá nánari upplýsingar. Skrambafer_haust_2019.pdf 

 

Sælir kæru Skrambar. Landið og Áin spiluð á Korpunni. 14 Skrambr mættu í fínu veðri og á góðum velli. Lórenz í miklu stuði fuglar og ernir, skilaði inn 38 punktum, Þorkell Diego ferskur eftir að vera búinn að mála húsið á 35 punktum og Sverrir einnig með 35 punkta í þriðja sæti, lakari á seinni níu. Góð stemning í Skrömbum. Sjáumst fimmtudaginn 16. ágúst

Sælir kæru Skrambar. Góð mæting í Grafarholtið á 6. mót Skramba. 16 Skrambar mættu til leiks og völlururinn í góðu standi. Ásgeir er í stuði þessa dagana sigraði annað mótið í röð með 36 punkta, Gústav Alfreðsson með 35pt og píparinn geðþekki Ágúst Þór með 35pt lakari á seinni níu.

 

Brandari dagsins

Four guys have been going on the same golf trip to St Andrews for many years. Two days before the group is scheduled to leave, Jack’s wife puts her foot down and tells him he isn’t going.

Jack’s buddies are very upset that he can’t go, but what can they do?

Two days later, the three get to St Andrews only to find Jack sitting at the bar with four drinks set up!

“Wow, Jack, how long have you been here, and how did you talk your wife into letting you go?” one of the buddies asked.

“I got in last night,” Jack said. “Yesterday evening, I was sitting in my living room chair and my wife came up behind me and put her hands over my eyes and asked, ‘Guess who?’

“I pulled her hands off, and there she was, wearing some lingerie. She took my hand and pulled me into our bedroom. The room had candles and rose petals all over. She’s been reading 50 Shades of Grey and on the bed she had handcuffs and ropes! She told me to tie her up and cuff her to the bed, so I did.

“Then she said, ‘Do whatever you want,’ so I did.”

 

Sælir kæru Skrambar. 12 Skrambar mættu til leiks á Korpunni og léku Sjóin og Ánna. Völlurinn í fínu standi. Ásgeir Sig með 36pt, Ágúst Þór beint úr meistaramóti 35pt og Lórenz með 34pt. Nú er pása í hálfan mánuð. Sjáumst hressir í Grafarholtinu 19. júlí.

 

Brandari dagsins

“Are you going out to play golf again?” a man’s wife complained.

“I’m only doing under doctors orders,” replied her husband.

“Do I look stupid to you?” she screamed.

“Honey, it’s true,” he said, walking out the door. “He specifically told me I need to get some iron every day.”

 

Sælir kæru Skrambar. Hressir Skrambar mættu í heimsókn til Ágúst Friðgeirs í Kiðjabergið í „smá“ vindi en lítilli rigningu. Nokkrir 5 aura brandarar flugu eins og „Hún er loðin í kringum holuna“ og Arnar með skot á Sigga alla yfir matnum „Þú ert ekkert hrifinn af röffinu“, því það var ekki borðað af öllum fæðu flokkum. Páll Erlings með 37pt sem er glæsilegt í rokinu, Leifur með 34pt í öðru sæti sem og Siggi Alla. Leifur betri á seinni níu. Aðrir með minna. Leifur og Lórenz höfðu betur gegn Jóhanni og Sverri í holukeppninni. Stórkostleg 3. rétta veisla í lokinn hjá Agústi að lokinni spilamennsku. Takk kærlega fyrir okkur.

Kveðja ábyrgðarmenn

 

Sælir kæru Skrambar.  15 hressi Skrambar og einn gestur mættir á stórkostlegan völl í Brautarholti. Undirritaður biður Arnar afsökunar á að hafa slegið í hann á níundu holu. Þorkell Ágústsson mættur í rokið með góða skapið og vann með 31pt, Sverrir með 28 og Ásgeir með 27pt. Skrambar voru hressir að lokum leiks sumir á leið í Grafarvoginn en aðrir til Rússlands. Upplýsingar um holukeppnina er komin inná heimasíðuna. Það eru margar mjög athyglisverðar viðureignir framundan. ÁF hús golfmótið framundan þ. 28. júní og Ágúst lofar góðum veitingum og veðri. Sjáumst hressir.

Kveðja ábyrgðarmenn

 

Sælir kæru Skrambar. Loksins, loksins kom gott veður á Korpunni. Leifur er mættur og var með 36pt. Hannes er var líka mættur með 34pt og Arnar með 34 pt einnig. Sjáumst hress í Brautarholti.

Kveðja ábyrgðarmenn

 

Sælir kæru Skrambar. Veðrið hefur ekki verið með okkur Skrömbunum það sem af er „sumri“. Fyrsta mót blásið af vegna aftakaveðurs. Útlitið var gott í byrjun á Skaganum á fimmtudaginn. Níu Skrambar héldu af stað fullir tilhlökkunar fyrstu 3 holurnar voru í lagi en eftir það kom einhver mesta rigning/slydda sem komið hefur á Akranesi í manna minnum. Lórenz með 30pt í fyrsta sæti, Siggi Lú í öðru með 28pt og Arnar einnig með 28pt en lakari á seinustu sex. Aðrir með minna.

Kveðja ábyrgðarmenn

 

Sælir kæru Skrambar Því miður þurfum við að aflýsa fyrsta móti vegna veðurs. Spáin er afleit fyrir morgundaginn og ekkert golfveður. Við eigum næsta fimmtudag 24 maí en það er smá vesen með þann dag. Þar sem Grafarholt hefur ekki opnað þá eru forbókanir ekki farnar í gang. Mikið af völlum eru uppteknir næsta fimmtudag. Þorlákshöfn er laus en veðurspáin fyrir alla næstu viku er skelfileg. Við stefnum þó á næsta fimmtudag en verðum að skoða og taka ákvörðun á þriðjudag. Við félagarnir látum í okkur heyra á þriðjudaginn hvenær fyrsta mótið okkar verður.

Kveðja ábyrgðarmenn

 

Brandari dagsins. Two golfers were talking over a drink in the club bar. “Hey, George, did you hear the awful news about John?” “No, what happened to him?” “Well, he had a great round on Wednesday – under 70 I heard. Anyway, he finished early, drove home and found his wife in bed with another man! No questions asked, he just shot them both! Isn’t that terrible?” “Could have been worse,” George deadpanned.

“How?”

“If he’d finished early on Tuesday, he would have shot me!”

 

Heill þér Skrambi Lórenz. Sælir Skrambar. Nú styttist í fyrsta Skrambamót. Laugardagurinn 19. nálgast. Sendi út Teamfinder á morgun eða miðvikudag með upplýsingum. Mótaskráin fyrir 2018 er kominn á sinn stað á heimasíðunni. 

Kveðjur Stjórnin

 

Brandari dagsins

A man walks into his house after a round of golf looking exhausted. After mulling around for a bit, his wife asks him what’s bothering him. “Bad day at the course,” a guy tells his wife. “Charlie had a heart attack on the third hole.”

“That’s terrible!” she says.

“You’re telling me,” the husband replies. “All day long, it was hit the ball, drag Charlie, hit the ball, drag Charlie…”

 

Heill þér Skrambi Lórenz. Sælir Skrambar. Skramba ár 2018.Takk fyrir góðan aðalfund. Hér eru helstu punktar frá fundinum.

Ákveðið af fara erlendis aftur á næsta ári og Snorri fær að skipuleggja þá ferð.  Vitum við til þess að hann er strax byrjaður að skoða og spá.

Ákveðið var að geyma þann fatapening sem er í árgjöldunum þetta árið yfir á næsta ár og kaup dress sem hæfir því herrans ári 2019.

 

Sverrir og Keli ætla að poppa upp heimasíðuna.

Illugi ætlar að halda Ryder-cup í Öndverðanesinu þar sem eldri og yngri keppa, síðan endum við daginn í dinner og meir.

Fyrsta mót verður haldið 19 maí.  Staðsetning kemur síðar.  Áætlað er síðan að fyrsti fimmtudagur verði 31 maí.

Smá umræða um hvernig er hægt að peppa upp mætingu og ýmsar tillögur en ekkert samþykkt í því.  Allar tillögur vel þegnar.

Árgjaldið er óbreytt eða 25.000 kr.  Vinsamlega leggja inn á kt: 650497-3259   banki: 0536 – 26 – 9292

Annað er með sama sniði og undanfarin ár.

Ábyrgðarmenn þakka góðan fund og hlakka til sumarsins.

 

Brandari dagsins

On the 17th hole of a very nice course, a careful player was studying the green intently. First, he got down on his hands and knees to check out the turf between his ball and the hole. Then he flicked several pieces of grass out of the way, and getting up, he held a wet finger to try out the direction of the wind. Then turning to his caddie, he asked, “Was the green mowed this morning?”

“Yes, sir,” the caddie replied.

“Did they mow it right-to-left or left-to-right?” the golfer asked.

“Right-to-left,” the caddie said.

The golfer approached the putt and missed the hole completely. Immediately, he whirled around and yelled at this caddie,”WHAT TIME?”

Smellið hér til að fara á Mótaskrá 2017

 

 

Sælir Skrambar. Heill þér Skrambi Lórenz. Það reyndi á þá Skramba sem fóru út á laugardaginn í lokakeppnina þetta árið. Júlíus hafði sigur með 35 punkta, Leifur heppni með 33 punkta og Sverrir með 32 punkta. Það reyndi einnig á þá sem ekki fóru út en ekki eins mikið. Lokahófið var haldið í í golfskálanum um kvöldið og heppnaðist það mjög vel Skrambar fóru glaðir heim eftir góðan dag og kvöld. Verðlaun fyrir bestu frammi stöðu án forgjafar fékk Páll Erlingsson enda mikill snillingur hann Páll. Leifur hafði Snorra í holukeppninni. Lórenz er Skrambinn árið 2017 til lukku með titilinn og 100% mætingu eins og Illugi, 4 miðar á leik með Everton. Næsta verkefni er að halda Skrambamót á Bretlandseyjum í byrjun október.

 

Brandari dagsins

Mary waited patiently while her husband, Tom, played a round of golf on their 18th wedding anniversary. After he finished, the happy couple went out to dinner at a lovely restaurant.

The wine and conversation flowed as the two discussed their nearly two decades of wedded bliss. At the end of the meal, Mary said, “Want to go for another 18?”

“No,” Tom replied, “I think it’s too dark now.”

 

Sælir Skrambar. Sigurður Aðalsteinsson mætti með sparisveifluna á Skagann og vann með stæl 35 punktar. Leifur ekki fjarri með 34 punkta og Þorkell í þriðja sæti með 33 punkta. Snorri og Leifur í úrslitum holukeppninnar sem þarf að klárast fyrir eða á lokamótinu.

 

Brandari dagsins

A golfer playing in a two-man alternate shot tournament drove his tee shot to the edge of the green on a par-3.

His partner, playing the second shot, managed to chip it over the green into a bunker. Undaunted, the first golfer recovers with a fine shot to within one foot of the hole.

The second golfer nervously putts and sends the ball one foot past the hole, leaving the first golfer to sink the putt.

“Do you realize that we took five strokes on an easy par-3?” says the first golfer.

“Yes, and don’t forget who took three of them!” answered his partner.

 

Sælir Skrambar. Lórenz í aftur í stuði í Grafarholtinu. Illugi með mixtúruna á lofti í öðru sæti og Þorkell Diego í þriðja sæti. Frábært spilamenska hjá Lórenz eða á +1.  4 skollar og 3 fuglar.Veðrið var frábært en þó blés smá í upphafi en datt niður í lokin. Völlurinn í frábæru standi. Ekki skemmdi fyrir að það var boðsmót á undan okkur sem lauk með því að völlurinn var auður og vorum við ekki nema 4 klst að spila hringinn.

 

Brandari dagsins

A recent study had some interesting conclusions on the weight of golfers in a particular summer industrial golf league.

This study indicated that the single golfers who play in these leagues are ‘skinnier’ than the married ones.

The study’s explanation for this result was interesting.

It seems that the single golfer goes out and plays his round of golf, has a ‘refreshment’ at the 19th hole, goes home and goes to the refrigerator, finds nothing decent there and goes to bed.

The married golfer goes out and plays his round of golf, has a ‘refreshment’ at the 19th hole, goes home and goes to bed, finds nothing decent there, so that golfer goes to their refrigerator.

 

Sælir Skrambar. Lórenz í banastuði á Korpunni í seinasta móti. Jóhann Gunnar minnti á sig og Palli heldur í vonina þegar 3 mót eru eftir. Illugi skilaði inn 7 stigum og heldur pressunni á forystu manninn Lórenz fyrir titlinum. Lórenz og Illugi með bestu mætinguna. Hvað með miðana á Everton leik?

 

Brandari dagsins: 

Being deaf, the poor guy continues to prepare for his shot, so Ralph runs up thinking the deaf mute is being obstinate. He knocks the poor guy to the ground, kicks his ball away and prepares for his own shot.

After Ralph has hit the ball and proceeded down the fairway after it, the mute gets up brushes himself off, waits a moment and again prepares his shot. The deaf mute then hits a beautiful shot straight down the middle of the fairway, striking big Ralph in the back of the head, knocking him unconscious.

The mute then walks down the fairway, rolls big Ralph over and holds up four fingers in front of Ralph’s face.

 

Sælir Skrambar. Grafarholtið verður vart betra en á þessum árstíma. Skrambarnir buðu þrem gestum að spila með sér fimmtudaginn 3. ágúst og 2 þeirra röðuðu sér í efstu sætin, Haukur með 40 punkta og SiggiGæs með 38. Lórenz hélt í við gestina og tók 39 punkta, Hannes með jafnmarga 39 enn Lórenz var betri á seinni 9, 22 punkta og Ásgeir með 38 punkta. Hörku mæting hjá Skrömbunum 17 stykki og 3 gestir. Einn Skrambi heltist úr lestinni vegna þess að þessi setning heyrðist „ef þú setur þetta niður fyrir birdie er ég farinn heim“ og þetta var á fyrstu holu.

 

Sælir Skrambar. Öndverðarnesið var vettvangur Skrambanna fimmtudaginn 27. júlí. Heimamaðurinn Ágúst Þór sigraði með 38 punkta, Snorri Ómarsson með 36 punkta og Lórenz með 33 punkta. Þökkum Jóhanni fyrir gestrisnina. Næsta Skrambamót er í Grafarholtinu og þar eru 20 Skrambar skráðir til leiks. 

 

Sælir Skrambar. Skrambamót númer 8 fór fram á Korpunni fimmtudaginn 20. júlí eftir þriggja vikna frí. Hannes í miklu stuði með 37 punkta og hafði Pál með einum punkti betur á seinni níu. Þorkell Ágústsson með 36 punkta og aðrir með minna. Upp er komið alvarlegt eineltismál í Skrambanum sem verður að taka á. Formlega þarf að tilkynna það ef það á að leggja menn í einelti með 5 daga fyrirvara. Jón Ögmundsson var rukkaður þennan dag, hann fékk ekki „skrautbúning“ eins og aðrir Skrambar og það var hlegið að honum á fyrsta teig. Niðurstaðan var ekki góður dagur hjá öðlingnum honum Jóni, vindhögg slegið og hann ekki í jafnvægi þennan dag sem er ekki gott ef ætlunin er að vinna Skrambamót.

 

Sælir Skrambar. Skrambamót númer 7 á Kiðjabergi þann 23. júní með veðrið í miklu stuði rigning og rok. ÁF mótið hjá Ágústi hið glæsilegasta menn ræstir út með nesti og von í hjarta að þetta yrði „hinn hreini (tónn)hringur“ í tilfelli Illuga var hann það næstum því 33punktar er mjög gott miðað við aðstæður og án kokteilsins. Ágúst Þór með 32 punkta og Sigurður Lúðvíksson með 32 punkta. Steik og rauðvín á eftir með hæfilegum skammti af aulabröndurum.

 

Sælir Skrambar. Fimmta Skrambamótið á Skaganum fimmtudaginn 15 júní. Níu Skrambar mættu og einn gestur. Illugi með 37pt, Lórenz með 35pt og Ágúst Þór með 35pt einnig en lakari á seinni níu. Matur kvöldsins var Hammari með beikoni og drykkur kvölsins bjór sem þarf ekki að taka fram nema fyrir þær sakir að kokteill dagsins hjá Illuga var Íbúfen og Voltarin Rapid skolað niður með bjór. Lyfjaeftirlit ÍSÍ mætir í næsta mót Skramba sem verður ÁF mótið á Kiðjabergi.

 

Sælir Skrambar. Góðan daginn Skrambar. Mót númer 4 í Grafaholti. Grafarholtið í fullkomnu standi í byrjun júní. 14

 

Skrambar mættu í veðurblíðuna sem var í gær. Sverrir með 43pt, Þorkell Diego með 38 og Sigurður með 36pt. Eftir að Lórenz hafði farið yfir skor dagsins fékk Keli orðið og gat ekki hætt að tala um átrúnaðargoðið sitt Leoncie, mælti með því að Skrambar mættu á næstu tónleika (auglýst síðar) 

Sælir Skrambar. Mót númer 2 á fallegum velli við Korpúlsstaði. 14 Skrambar mættu og stuð og stemmning á mannskapnum og sumir á stuttbuxum. Lórenz með 37 punkta, Jón Ögmunds með 36 og Illugi með 35.

Næsta mót í Grindavík 1. júní klukkan 14:10. Sendi teamfinder á mánudag.

 

Sælir Skrambar. Fyrsta mót á Hellu þ. 13. maí. 14 skrambar mættu. Arnar með 39pt, Skrambinn sjálfur með 37pt og Snorri með 35pt. Ritar var erlendis og mætti því ekki, var í æfingabúðum fyrir komandi átök. Næsta mót á Korpunni 

17. apríl 2017 Kæri Skrambi Páll og aðrir félagar. Gleðilegt golfsumar 2017. 

 

Árlegur fundur félaga Skramba var haldin á hefðbundnum stað og viljum við þakka Jóni Ögmunds fyrir fundaraðstöðuna, við áttum ekki vona slíku fjölmenni og að Dagur B héldi ræðu..... það var þó við hæfi að mati sumra á slíkum merkisdegi.

Alls voru mættir 17 af 20 manna hóp sem er allveg frábært. Á fundinum var ákveðið að árgjaldið sé 25.000 kr. Biðjum við því menn um að leggja inn á reikninginn sem fyrst (bankaupplýsingar að venju neðst á vefsíðunni).

Fyrir utan hefðbundin störf sumarsins lögðu ábyrgðarmenn fram tvær tillögur á fundinum:

  1. að hittast í hermi GKG þar sem 7. félagar mættu og skemmtu sér vel.

  2. að taka langa golf helgi á Bretlandseyjum í byrjun október enda 25 ára afmælisár Skramba

Snorri var skipaður einvaldur yfir þeirri ferð að honum fjarstöddum með meirihluta samþykktra atkvæða og tók hann vel í það og hóf störf um leið. Niðurstaðan var frábær 16. félagar ætla að fara til Marriott Lingfield Park, fjögurra nátta gisting, með morgun og kvöldmat, sem og 8 golfhringjum. Búið er að kaupa flug fyrir hópinn og kostar það tæplega 38þús á mann, sem kemur til greiðslu 1.maí. Í raun er það eina sem á eftir að semja um fyrir ferðina er góða veðrið, en Lolli er þessa stundina að semja um það við sína tengiliði á viðeigandi stöðum:) Njótið og gleðilega páska:).

Mótaskrá fyrir árið 2017 hefur verið sett upp - Setjið þetta nú inn í dagatalið ykkar og takið dagana frá :-)

Smellið hér til að fara á Mótaskrá 2017

Sælir Skrambar. Það voru 16 félagar og einn gestur mættir til leiks á Keili. Veðrið var eins og íslenskt haust bíður uppá þokkalegur hiti með smá blæstri.

Skemmst er frá því að segja að Leifur sigraði með 38 punkta, Illugi í öðru sæti með 36 og Palli í því þriðja með 34 punkta.  Í loka hollinu var einnig leikinn úrslitaleikurinn í holukeppninni en Palli sigraði Sigga Lú nokkuð örugglega.

Lokahófið fór síðan fram heima hjá Kela og mættu þar 15 félagar og tveir gestir. Í lokahófinu var Siggi Alla tekinn inn í félagsskapinn og bjóðum við hann velkominn í Skramba.

Palli var maður kvöldsins og tók alla þrjá tiltlanna þetta árið og er það í fysta skipti í sögu Skramba að sami maður vinnur holukeppnina, sigur með og án forgjafar. Óskum við Palla enn og aftur til hamingju með titlanna þrjá.

Lokahófið tókst með eindæmum vel og þökkum við Kela og Ingunni fyrir lánið á húsnæðinu og þeirra alkunnu gestrisni.  Matur, verðlaunaafhending, peningalistinn og gleði.  Allt samkvæmt því sem mátti búast við og heppnaðir dagurinn í alla staði frábærlega.

Skrambar, takk fyrir árið 2016 og hlökkum við til næsta árs.

 

Sælir Skrambar. 12. mót Skramba var fært af Skaganum vegna slæms veðurs. Veðrið hinsvegar á Korpunni var mjög gott, smá úði og lítill vindur. Júlíus sigraði með yfirburðum á 38 punktum síðan voru 4 Skrambar með 33 punkta. Siggi Lú með 19pt á seinni í öðru sæti og Haukur með 18pt í þriðja sæti. Siggi Alla var í miklu stuði og skilaði 39 punktum, 1. eagle og 3 birdie.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir Skrambar. Hannes Björnsson fór með sigur af hólmi í Grindavík í 11. móti Skramba með 34 punkta. Júlíus með 31 og Lórenz í þriðja sæti með 30 punkta.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir Skrambar. 14 skrambar mættu í góðu veðri og miklu stuði í Grafarholtið í gær. Sigurður Lúðvíksson var miklu stuði með 38 punkta fyrstu fjórar holurnar voru birie, birdie og par - og par. Arnar með flottan hring með 37 punkta. Þorkell með 36 punkta. Mikið hlegið eftir hringinn. Siggi Lú vann Lórenz og Haukur vann Sverri í holukeppninni. Átta manna úrslit framundan sem klárast vonandi í næstu viku. Sjáumst á Korpunni 18 ágúst.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir Skrambar. Páll Erlingsson var í banastuði í Grafarholtinu í gær 40 punktar, einn undir á fyrri níu. Byrjaði á tveim birdie. Hannes á 36 punktum, 20 punktar á fyrri níu. Gústi Alfreðs á 35 punktum í þriðja sæti.  Við sjáumst hressir í Grafarholtinu 11. ágúst klukkan 13:50.

Kveðja Stjórnin

 

Sælir Skrambar. Vefsíðan er virk. Síðasta færsla er frá 19. maí, við höfum hist 5 sinnum síðan. Það eru Páll Erlingsson og Skrambinn sjálfur Leifur sem leiða og á Páll 1 punkt á Leif. Sumarið hefur verið gott og við höfum aðeins einu sinni þurft að fresta móti. Skrambar hafa farið um víðan völl, Grindavík, Akranes og Kiðjaberg. Þegar þessi færsla hefur verið kláruð eru Skrambar að klára fyrsta hing sem spilaður hefur verið í Grafarholtinu. Mig minnir að Lórenz hafa getað breytt frá Skaganum yfir á Grafarholtið 11. ágúst. Mun senda staðfestingu um það síðar.

Kæri Skrambi Leifur og aðrir félagar. 14 Skrambar voru skáðir til leiks á Skaganum en tveir forfölluðust annar með kveisu og hinn fastur í Boston. Gústi Alfreðs var í banastuði með nýja settið sem skilaði honum 40 punktum, Palli Erlings með 35 og Ásgeir Sig með 34, síðan komu 4 Skrambar með 32 punkta. 11 eru komnir í bikarinn næstu 5 inn eru þeir sem verða efstir á Korpunni á fimmtudaginn.

Kveðja stjórnin

 

Kæri Skrambi Leifur og aðrir félagar. Gleðilegt sumar. Við viljum byrja á því að þakka Jóni Ögmunds fyrir fundaraðstöðuna, takk takk. Það voru mættir 16 af 19 manna hóp sem allveg frábært. Á fundinum var ákveðið að árgjaldið sé 25.000 kr. Biðjum við því menn um að leggja inn á reikninginn sem fyrst.

Skrambi,félag golfáhugamanna

0536-26-9292

Kt: 650497-3259

Ábyrgðamenn munu hittast mjög fljótlega og setja saman dagskrá sumarins. En fyrsta mót er í Leirunni 14 mai klukkan 13:00

Nánar síðar.

Kveðja ábyrgðarmenn

bottom of page