top of page
AgustThorkellAgustG.jpg

Fjórir í holli .... Hvar er Leifur?

Það eru að öllu jafna fimm keppnir hjá félögum Skramba:

  • Stigalistinn til Skrambatitils

  • Stigalistinn til Án forgjafar

  • Holukeppnin

  • Peningalistinn

  

Stigalistinn til Skramba titils

Stigagjöf Skramba er þannig að 12 stig eru gefin fyrir fyrsta sæti með forgjöf, 10 fyrir annað siðan 8-7-6-5-4-3-2-1. 

Spilað er að öllu jafna 14 sinnum á hverju tímabili og telja 7 bestu mótin til Skrambatitilsins.

 

Stigalistinn án forgjafar

Stigagjöf Skramba er þannig að 12 stig eru gefin fyrir fyrsta sæti án forgjafar, 10 fyrir annað siðan 8-7-6-5-4-3-2-1. 

Spilað er að öllu jafna 14 sinnum á hverju tímabili og telja 7 bestu mótin til titilsins án forgjafar.

Holukeppnin
Reglan er sú að 14 bestu, í fyrsta móti sumarsins, öðlast rétt til þáttöku í holukeppnina og tveir til viðbótar úr öðru móti í mótaröðinni. 

Við niðurröðun er miðað við að besti árangur leikur við versta árangur.

 

Þumalputtareglan varðandi tímamörk er sú að:

 

1. umferð skal vera lokið fyrir 15. júní

2. umferð skal vera lokið fyrir 15. júlí

3. umferð skal vera lokið fyrir 15. ágúst

 

Ef menn hafa ekki lokið við keppni fyrir þann tíma, áskila ábyrgðarmenn sér rétt á að varpa teningi, peningi, Skramba týi eða öðru slíku, ýmist einir sér, eða í votta viðurvist. 

 

Peningalistinn

Peningalistinn gildir að venju í öll mót sumarsins. Fyrir fyrsta sæti safnast kr. 5.000, annað sæti kr. 3.000 og þriðja sæti kr. 2.000.

 

Aðal titill Skramba er Skrambatitill sem er fenginn með flestum punktum með forgjöf. Skrambinn sjálfur fær að bera bláan jakka á meðan hann ber titilinn og var jakkinn gefinn af Illuga Björnssyni, einum af ábyrgðamönnum Skramba.

Vetrarskrambi

Vetrarskrambi er leikin innanhúss í golfhermi. Leikmenn fá sérstaka hermi forgjöf í golfherminum og hafa mótin verið stundurð í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (Trackman golfhermar).

Vetrarskrambi hefur verið reyndur í tvo vetur og eru félagar Skramba að læra inn á hvað skiptir máli ef leikmenn ætla að keppa um titilinn á jafnvægis grundvelli.
Þar ber helst að nefna að leikmenn verða að vera skráðir í Trackman, hafa leikið 5-10 sinnum til þess að öðlast rétta forgjöf og stilla hermana eins með tilliti til veðurs, hraða á brautum, flötum o.þ.h. Þá þurfa hermarnir eins að vera stilltir hvað varðar vegalengd pútta sem eru gefin.

Þeir sem skrá sig inn sem gestur í golfherminn þar sem þeir eru ekki skráðir inn í Trackman (hafa t.d. ekki reikning) og gefa sér sömu forgjöf og þeir eru með úti ættu í raun að leika sem gestir í vetrarskramba og öðlast þannig ekki þátttöku í að keppa um titilinn.  

bottom of page