Stigalistinn
Stigagjöf Skramba er þannig að 12 stig eru gefin fyrir fyrsta sæti, 10 fyrir annað siðan 8-7-6-5-4-3-2-1.
Spilað verður 14 sinnum til skrambatitils 2023 og munu 7 bestu mótin gilda til Skrambatitilsins.
Athyggli er vakin á að tvö fyrstu mótin voru haldin í lok síðasta árs enda setti Skrambinn sjálfur þessa kröfu, þ.e. að lokamótið yrði í hans nafni (ágúst). Með þessu erum við í hlýrri loftmassa á lokamótinu og rekumst síður á aðra sem eru að halda sín lokamót í september.
Við hefjum svo nýja mótaröð (2024) strax að loknu lokamóti 2023 :-)
ATH! ef skorið þitt er ekki skráð hér að neðan er það líklega vegna þess að það hefur ekki verið reiknað á skorkortinu þínu. Skorkortið liggur í Selgbrekku 9. Skráð heimilsfang Skramba, og er þér velkomið að fara þangað og reikna út punktana þína :-) - Þetta var rækilega kynnt í leirunni 18. maí 2023.
Smellið á myndina og snúið símanum til þess að sjá stærri mynd :-)