top of page

Vetrarskrambi 2025-2026

Nú er vetrarstarfið hafið og er ætlunin að vera í golfhermum hjá Golhöllinni Granda, annanhvern föstudag í vetur.

Við fáum forbókaða þrjá herma frá kl. 17:00 - 19:00 annanhvern föstudag til loka mars 2026.

Þá er fyrihugað lokamót Laugardaginn 11. apríl 2026 kl. 16:00 - 18:00, plús ,,mini'' lokahóf.

Við leikum því saman, samtals ellefu sinnum í vetur, þ.e. tíu sinnum á föstudögum og einu sinni í lokamóti á laugardegi. Það gilda því sex mót til titils Vetrarskramba. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera með virka Trackman forgjöf. 

Golfhöllinn hefur stækkað aðeins og höfum við bókað fimm herma fyrir lokamótið í nýja rýminu þeirra laugardaginn 11. apríl 2026 frá kl. 16:00 - 18:00. Þá gefst okkur vonandi tími til þess að setjast niður eftir mótið, spjalla aðeins saman um komandi sumar og gera vel við okkur í mat og drykk. 

 

  • Fyrsta föstudagsmót 21. nóvember.

  • Síðasta föstudagsmót 27. mars,

  • Lokamót laugardag 11 apríl.

Við eigum frátekna þrjá herma á milli kl. 17:00 og 19:00 annanhvern föstudag en höfum viku tíma eftir hvert mót til þess að spila ef við höfum ekki tök á að mæta á föstudögum.

Við þurfum að láta vita með 24 tíma fyrirvara ef við ætlum ekki að nýta hermana og notum Messenger varðandi það. 

Eftirfarandi mótadagar hafa veri settir upp:

  • 1st round 21 November

  • 2nd round 5 December

  • 3rd round 19 December

  • 4th round 2 January

  • 5th round 16 January

  • 6th round 30 January 

  • 7th round 13 February

  • 8th round 27 February

  • 9th round 13 March

  • 10th round 27 mars

  • 11th round 11 apríl Laugardagur kl. 16-18 - Lokamót með lokahófi

Sjáumst vonandi sem flestir á föstudögum en minnum á vikuna fyrir þá sem ekki komast. 

  • Twitter Square
  • facebook-square

Skrambi, félag golfáhugamanna - kt. 650497-3259 - Banki 0130 26 12000

bottom of page