top of page
Snillingar.jpg

Félagar Skramba

Góðir saman í 31 ár, síðan 1992

Félagar Skramba hafa verið saman frá árinu 1992 - Skrambi er gegnheill félagskapur og samanstendur af rjóma golfara landsins (já og þótt víða væri leitað).

 

Skrambar tala fallega hver um hvern annan, bera virðingu hvor fyrir öðrum og bera titilinn Skrambi með stollti. 

Það er ekki auðvelt að verða félagi Skramba.
Lykilatriði er að þekkja einhvern félaga og hefur sá háttur verið á að þeir golfarar sem kunna að njóta lystisemda lífsins eru velkomnir að mæta sem gestir. Það þurfa þeir þó að gera í nokkur skipti eða jafnvel ár. 

 

Ef gestir gefast ekki upp á að mæta, hafa þeir sýnt að þeir eiga samleið með þessum félagsskap. Að endanum eru gestir formlega krýndir inn í félagskapinn með pompi og prakt, öðlast um leið jafnt vægi á við hvern félaga Skramba og bera nafnið Skrambi....  sem er nú ekkert slor.  
Skyndikynni eru ekki heppileg í þessum félagskap :-)

Á stundum skiljast leiðir og einhverjir félagar hverfa frá um stund. Það hefur verið af ýmsum ástæðum, bæði viðráðanlegum og óviðráðanlegum. Kjörorð félaga Skramba hefur verið allt frá frá upphafi:

 ,,Einu sinni Skrambi ávallt Skrambi"

 

Reynslan hefur sýnt að þetta hefur komið sér vel þar sem menn hafa ýmist ákveðið að koma sér aftur í sportið, flutt aftur til landsins eða ratað aftur inn á rétta braut eftir að hafa villst örlítið.

Skrambar eru og verða Skrambar.... Ekkert getur haggað því !

Til þess að viðhalda veru sinni á félagaskrá og póstlista Skramba þurfa félagar að sýna virka þátttöku, svara þeim erindum sem þeim berast, tilkynna um fjarveru og fara eftir annari málsgrein hér að ofan með sóma. Sé þetta ekki gert falla þeir einfaldlega af félagaskrá og póstlista án viðvörunar.

bottom of page