top of page

Liðakeppni GR 2023 Footjoy bikarinn
Smelltu hér til að sjá úrslit

Þeir félagar Skramba sem eru í GR hafa verið skráðir í Liðakeppni á vegum klúbbsins. Á myndinni ,,Smelltu hér" eru keppnisskilmálar og þurfa sex þáttakendur að vera klárir í hvert sinn. Fyrsti leikurinn okkar er 10. júlí næstkomandi.

Liðstjóri hópsins er Sverrir Magnússon, einvaldur, og ákveður eftir sínu höfði hvernig hann stillir upp liði og boðar tilleiks. Gæti jafnvel ákveðið að vera með okkur í liði :-)

Áhugasamir hringja hinsvegar í hann að vanda og reyna að hafa áhrif á ákvarðanir hans :-)

6 leikmenn spila í hverjum leik og liðsstjóri (einvaldur) velur þá Skramba sem spila hvern hring. Leiknar verða 9 holur í hvert skipti.

Leikið verður á 9 holu lykkjunni á korpunni á kvöldin. Fyrst er riðlakeppni og 8 bestu liðin fara áfram í útsláttarkeppni. Leikin er holukeppni með forgjöf. Meðfylgjandi eru keppnisskilmálarnir og þar er farið nánar yfir fyrirkomulag og forgjafarútreikninga.

 

Þetta er mjög skemmtileg keppni og mikil spenna.   Það eru nokkur kvennalið þarna, þær eru stór-hættulegar og líklegar til sigurs.

Þó að Haukur hafi skráð flesta Skramba sem eru í GR í keppnina þá er það auðvitað undir ykkur komið hvort þið getið spilað með ef liðsstjóri velur ykkur í liðið hvern leikdag.

Liðakeppni.gif
Hópakeppni GR.gif
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • LinkedIn
bottom of page