Velkomin á vef Skramba!
Bestu félagar frá árinu 1992
32 ár - Toppiði það!
6. nóvember
Virðulegur Skrambi, Bragi Hilmarsson
Vetrarskrambinn er að hefjast og áætlum við að fyrsti tíminn okkar verði nú á föstudag 8. nóvember.
Skráðir hafa verið 10 tímar, þ.e. aðra hverja viku fram til lok mars, þó með pásu í desember. Við getum alltaf fjölgað ef mönnum líst á það. Nánari upplýsingar á flipanum Vetrarskrambi.
6. september 2024
Virðulegur Skrambi, Bragi Hilmarsson
Um leið og við óskum þeim bræðrum til hamingju með sigurinn í sumar, bjóðum við ykkur ferðalanga velkomna til Spánar. 19 félagar Skramba mættu til leiks á La Finca dagana 6-10 september ásamt einum gesti, Aðalsteini Aðalsteinssyni, eða Alla eins og hann er gjarna nefndur. Tveir voru jafnir í sumar án forgjafar, Þeir Haukur og Snorri. Við óskum þeim einnig til hamingju með árangurinn.
24. ágúst 2024
Virðulegur Skrambi, Snorri Ómarsson
Til hamingju með daginn kæru félagar Skramba. Lokadagur ,,sumarsins" runninn upp og veðrið vonandi að leika við okkur. Mæting kl. 19:00 í Selbrekku 9 hjá Kela og Ingunni þar sem sumarið verður gert upp, glaumur og gleði með okkar betri helming að vanda. Þið þekkið pakkann, búið er að gera ráð fyrir mat, snakki og gosi en félagar verða að BYOB (enda misjafn smekkurinn) .... já og góða skapið.
21. ágúst 2024
Virðulegur Skrambi, Snorri Ómarsson
Nú styttist í lokamótið og vilja ábyrgðamenn hvetja alla til þess að safna verðlaunum og koma þeim til Kela á föstudag (ekki gott fyrir skipuleggendur að fá þessi verðlaun á laugardeginum).
Það eiga einhverjir eftir að ganga frá árgjaldinu sínu, kr. 32.000, kt. 650497-3259 - Banki 0130 26 12000 (við vitum þetta félagar, bankaupplýsingar eru neðst á öllum síðum Skramba og upphæðin er sú sama og árafjöldinn okkar, ekki flókið :-)).
Kíkið á stöðuna með því að smella hér.
11. ágúst 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Veðrið á Korpunni var hið besta síðasta fimmtudag og sumarið loksins komið. Við getum þó ekki kvartað því við höfum ekki þurft að fresta neinu móti í sumar, þrátt fyrir mikið rigningaveður.
Staðan hefur verið uppfærð og þegar þrjú mót eru eftir, má sjá að þetta er að verða nokkuð spennandi. Fjórir menn í topp baráttunni um Skrambatitilinn. Skrambinn Sjálfur, Snorri Ómarsson og Gústav Alfreðsson eru jafnir með 61 stig þegar 8 bestu mót eru talin, Úlfar og Bragi koma svo fast á eftir með 57 stig. Kíkið á stöðu á stöðuna.
Einhverjar vangaveltur voru um að fresta lokamót um eina viku vegna Menningarnætur sama dag en ábyrgðamenn eru undir feldi með það.
3. ágúst 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Leiran tókst vel á fimmtudag síðastliðinn, Leirulognið fræga til staðar og veðrið hið besta. Völlurinn frábær eftir Lanadsmót og svo þökkum við Sverri kærlega fyrir frágang reiknings, Sannur heiðursmaður þar.
Hann er allur að skána, kom með skorkortin á vefskrifstofuna núna í dag þ.a. nú er það komið inn. Kíkið á stöðu holukeppninnar, gengur vel þar og þarf aðeins að ljúka tveimur leikjum til þess að klára þriðju umferð.
30. júlí 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Til stóð að heimsækja þá í Grindavík og styrkja gott málefni enda ekki mikið álag á þeim velli. Leiran er hinsvegar góð eftir Landsmótið og bíður því Grindavík í rúma viku ef aðstæður leifa. Sjáumst hressir í Leirunni á fimmtudag um kl. 16:00. Allt uppfært og kíkið á stöðu í flipanum Staðan.
9. júlí 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Nú eru meistaramót klúbbanan í gangi og smá grisjótt hjá okkur félögum skramba. Á fimmtudaginn 11. júlí munum við leika í Öndverðarnesi. Ábyrgðamenn eru búnir að panta þrjá rástima frá kl. 16:00 og geta bætt við ef við verðum fleiri.
4. júlí 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Haukurinn gerði sér lítið fyrir og vann síðasta Skrambamót sem haldið var í þokkalega sterkum vindi á Korpunni. Haukurinn var með 33 punkta miðað við golfboxið en forgjafatafla GR er aðeins að stríða okkur. Miðað við forgjafatöfluna reiknast Haukur með 35 punkta.
Fjórir komu svo á eftir honum með 32 punkta, þeir Úlfar, Gústav, Hjörtur Hannes og Snorri. Úlfar var þó bestur á seinni níu með 17 punkta.
13. júní 2024
Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson
Leikið var á Korpunni í dag í talsverðu roki en þurrt. Það kom þó ekki niður á skori þar sem Braginn var 41 punkt.
Skorkort voru öll til fyrirmyndar, vel út fyllt og skor slegið inn í golfmót.is. Sm´vægilegir hnökrar varðandi 54 í forgjöf hjá sumum, en verður leiðrétt. Þá var einnig misræmi á milli golfbox og forgjafatöflu kúbbsins og ræður golfboxið.
Við leggjum því áherslu á að allir skrái skorin sín í golfboxið og uppfæri forgjöfina sína í golfmot.is fyrir næsta mót.
Skorið hefur verið uppfært á vefnum. Skorið án forgjafar verður sett inn þegar það kemur á golfmot.is.
Smellið hér til þess að sjá fleiri fréttir
Skrambigóðar stundir
19. júní 2024
Félagar Skramba léku sinn fyrsta leik í liðakeppni GR 2024.
Mótið átti að hefjast fyrir viku en veður setti strik í reikninginn.
Leikið var gegn Forynjum, hópur sem hefur verið saman síðan 2016. Skemtilega frískur hópur sen nýtur þess greinilega að leika golf,