top of page
IMG_4643.jpg

​Velkomin á vef Skramba!

Bestu félagar frá árinu 1992

32 ár - Toppiði það!

Leikfyrirkomulag á korpunni 2024

​​9. júlí 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson

Nú eru meistaramót klúbbanan í gangi og smá grisjótt hjá okkur félögum skramba. Á fimmtudaginn 11. júlí munum við leika í Öndverðarnesi. Ábyrgðamenn eru búnir að panta þrjá rástima frá kl. 16:00 og geta bætt við ef við verðum fleiri. 

4. júlí 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson

Haukurinn gerði sér lítið fyrir og vann síðasta Skrambamót sem haldið var í þokkalega sterkum vindi á Korpunni. Haukurinn var með 33 punkta miðað við golfboxið en forgjafatafla GR er aðeins að stríða okkur. Miðað við forgjafatöfluna reiknast Haukur með 35 punkta.

Fjórir komu svo á eftir honum með 32 punkta, þeir Gústav, Hjörtur Hannes og Snorri. Snorri var þó bestur á seinni níu með 16 punkta. 

13. júní 2024

Virðulegur Skrambi Snorri Ómarsson

Leikið var á Korpunni í dag í talsverðu roki en þurrt. Það kom þó ekki niður á skori þar sem Braginn var 41 punkt. 

Skorkort voru öll til fyrirmyndar, vel út fyllt og skor slegið inn í golfmót.is. Sm´vægilegir hnökrar varðandi 54 í forgjöf hjá sumum, en verður leiðrétt. Þá var einnig misræmi á milli golfbox og forgjafatöflu kúbbsins og ræður golfboxið.

Við leggjum því áherslu á að allir skrái skorin sín í golfboxið og uppfæri forgjöfina sína í golfmot.is fyrir næsta mót. 

Skorið hefur verið uppfært á vefnum. Skorið án forgjafar verður sett inn þegar það kemur á golfmot.is.

Smellið hér til þess að sjá fleiri fréttir 

19. júní 2024

Félagar Skramba léku sinn fyrsta leik í liðakeppni GR 2024.

Mótið átti að hefjast fyrir viku en veður setti strik í reikninginn.

Leikið var gegn Forynjum, hópur sem hefur verið saman síðan 2016. Skemtilega frískur hópur sen nýtur þess greinilega að leika golf,

Skarmbi góður fatnaður
nokkur sýnishorn

bottom of page